Reynir Örn Kárason Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.

Hvert andartak er tafðir þú hjá mér

var sólskinsstund og sæludraumur hár

minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.



Já, vita eitthvað anda hér á jörð

er ofar standi minni þakkargjörð

í stundareilífð eina sumarnótt

ó alheimsljós og mynd sem hverfur skjótt.

(Halldór Laxness.) Elsku Reynir, þú sem gæddir líf okkar lit í svo stuttan tíma hér á leikskólanum. Við kveðjum þig með þessu ljóði sem þú samdir í apríl í fyrra og þökkum þér innilega fyrir allar samverustundirnar. Hvíl þú í friði elsku vinur.

Ég á tvo fugla,

kríuna og skógarþröst.

Skógarþrösturinn er við lækinn,

hann borðar pínulítið,

hann á litla hendi.

Elsku Óttar, Steinunn, Helga Björg og Kári, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg.

Sveina, Lind, Vala Bára og Jóna.