GUÐJÓN MAGNÚSSON

Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum 8. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Þorsteinsdóttur og Magnúsar Jónssonar. Þau eignuðust níu börn, þau eru Guðríður, f. 18.3. 1923, d. 12.9. 1937, Guðsteinn, f. 18.3. 1925, Guðjón, f. 12.8. 1927, d. 8.6. 1997, sem hér er kvaddur, Björgvin, f. 28.9. 1928, Jóna, f. 14.4. 1930, Ása, f. 15.7. 1931, Gísli, f. 13.12. 1932, d. 25.4. 1993, Guðríður, f. 11.7. 1937, d. 2.9. 1995. Einnig fæddist eitt andvana barn. Hinn 31.12. 1949 kvæntist Guðjón eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríðu Helgu Ívarsdóttur, f. 1.12. 1929, frá Ísafirði. Þau eiga fjögur börn. 1) Guðrún Stefanía, f. 26.8. 1949. Hún á tvo drengi, þá Rúnar Stein, f. 19.12. 1969, kvæntur Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur og eiga þau eina dóttur, Taníu Stefaníu, f. 22.3. 1992, og Ragnar Stein, f. 11.12. 1970, kvæntur Maríu Lísu Benediktsdóttur. 2) Sólrún Ása, f. 1.8. 1952, gift Rúnari Friðgeirssyni og á hún þrjár dætur, Sigríði Helgu, f. 22.3. 1971, unnusti hennar er Þórður Jónsson og eiga þau eina dóttur, Eydísi Ásu, f. 18 4. 1993, Bryndísi, f. 12.6. 1973, unnusti hennar er Helgi Þór Gunnarsson og eiga þau einn son, Bjart Þór, f. 16.3. 1997, Önnu Dögg, f. 27.9. 1982. 3) Vignir, f. 26.7. 1962, kvæntur Guðnýju Atladóttur Hraunfjörð, eiga þau þrjú börn, Arnar Má, f. 6.5. 1988, Katrínu Huld, f. 27.2. 1990, og Viktoríu Ósk, f. 18.10. 1993. 4) Guðjón, f. 9.6. 1966, unnusta hans er Margrét Grétarsdóttir. Útför Guðjóns fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30.