HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON

Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari og dagskrárgerðarmaður, fæddist í Reykjavík 11. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rannveig Ólafsdóttir, húsmóðir, f. 11.2. 1882 á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, N-Múlasýslu, d. 12.11. 1956, og Stefán Sveinsson, kennari og verkstjóri, f. 23.1. 1881 á Neðri-Rauðalæk í Þelamörk, Eyjafjarðarsýslu, d. 9.8. 1930. Systkin: Jóhann Gunnar framkvæmdastjóri, f. 21.7 1908, Guðbjörg bókari, f. 11.10. 1911, Sigrún, f. 10.10. 1917, d. 7.1. 1918, Sigurður, f. 25.2. 1922, d. 2.12. 1925, Ólafur verslunarmaður, f. 1.4. 1913, Björn verslunarmaður, f. 4.7. 1915, d. 28.6. 1963, Sveinn bifreiðastjóri, f. 9.9. 1919, d. 3.3. 1982 og Soffía, íþrótta- og danskennari, f. 1.5. 1924. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er Unnur Arngrímsdóttir, danskennari og framkvæmdastjóri, f. 10.1. 1930. Börn Hermanns og Unnar: Henny, danskennari, f. 13.1. 1952, börn hennar eru Unnur Berglind, f. 3.12. 1977, og Árni Henry, f. 26.9. 1982. Arngrímur, röntgentæknir og ferðaskrifstofustjóri, f. 1.12. 1953, maki Anna Hallgrímsdóttir, f. 2.12. 1954, börn þeirra eru Hallgrímur Örn, f. 20.3. 1979, Hermann, f. 10.10. 1981, og Haukur, f. 3.10. 1986. og Björn, nemi, f. 26.8. 1958, maki Helga Bestla Njálsdóttir, f. 28.12. 1958, börn þeirra eru Guðbjörg Birna, f. 15.9. 1982, Hermann Ragnar, f. 25.11. 1987, og Jóhann Ívar, f. 5.11. 1994. Hermann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1945. Danskennaraprófi frá Institut Carlsen í Kaupmannahöfn 1958. Gráða í félagsráðgjöf frá University of Chicago í Bandaríkjunum 1962. Dansnám og gráða í dansi frá Arthur Murrey Dancestudio í Chicago 1964. Sænskunámskeið í Lýðháskólanum Framn¨as í Svíþjóð 1976. Æskulýðsnámskeið og gráða frá Háskólanum í Leicester 1979 og Háskólanum í Sheffield í Englandi 1980. Námsferð til Björgvinjar, Gautaborgar og Árósa á vegum æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar 1980. Starfsferill: Starfaði á endurskoðunarskrifstofu Björns Stefensen og Ara Thorlacius 1946 til 1953. Skrifstofumaður í Keflavík á vegum Hins íslenska steinolíufélags 1953 til 1957. Danskennari og stjórnandi Dansskóla Hermanns Ragnars 1958 til 1973 og frá 1982. Önnur störf: Hefur sótt ráðstefnur danskennara á Norðurlöndum frá 1959. Hafði umsjón með Stundinni okkar fyrir RÚV-Sjónvarp 1973 til 1977. Var forstöðumaður Bústaða á vegum æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar 1976 til 1985. Starfaði sem skáti í Væringjafélaginu frá 1937 og síðar í Skátafélagi Reykjavíkur 1937 til 1957. Stofnaði Bræðrafélag Bústaðasóknar, fyrsti formaður þess 1965 til 1970. Stofnaði Danskennarasamband Íslands og var fyrsti formaður þess 1964. Einn af stofnendum og varaformaður Styrktarfélags krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra 1986. Ýmis nefndarstörf á vegum skáta, danskennara og ráðuneyta. Stóð að dansátaki á vegum heilbrigðisráðuneytisins 1991. Hefur séð um útvarpsþáttinn Ég man þá tíð frá 1982. Sá um Dansrásina á Rás 2 1985 til 1986, Saumastofugleði á Rás 1 frá 1989. Sá um þáttinn Ljóð og lög 1985. Ritstörf: Tók saman söngvabókina Við jólatréð, ásamt Ragnari Stefánssyni, 1966. Grein í tímaritinu Gestgjafanum um brúðkaupssiði, 1980. Ég man þá tíð, frásagnir og viðtöl, 1987. Stóru stundirnar, bók um kurteisi og siðvenjur, 1988. Hljómplötur: Sá um útgáfu, í samvinnu við Íslenska tóna, á fjórum dansplötum fyrir börn og fullorðna 1964 til 1965. Gaf út tvær barnahljómplötur með jólasöngvum og danslögum: Jólaballið, 1988 og Barnadansar, 1989, í samvinnu við Birgi Gunnlaugsson og Guðmund Hauk Jónsson. Myndband: Hreyfingar, leikir og dans fyrir aldraða 1981. Viðurkenning: Heiðursfélagi í Danskennarasambandi Íslands á 25 ára afmæli þess 1989. Útför Hermanns fer fram frá Hallgrímskirkju 18. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30.