ÓLI VALGEIR HJARTARSON

Óli Valgeir Hjartarson fæddist á Jaðri í Hrútafirði 8. janúar 1904. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 9. júní síðastliðinn. Hann var ókvæntur og barnlaus. Foreldrar hans voru Hjörtur Björnsson og Hólmfríður Jónsdóttir búsett á Jaðri. Óli átti tvo bræður, þá Sigurð, f. 2. apríl 1899, d. 11. október 1971, og Jón, f. 18. apríl 1902, d. 31. ágúst 1985. Eftirlifandi systir Óla er Theodóra Hermína, f. 22. maí 1913. Óli braust til mennta og stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1928­1930. Hann tók við búi foreldra sinna í kringum 1940 og stundaði búskap á Jaðri allt til ársins 1989 þegar hann hætti búskap og flutti ásamt Theodóru systur sinni til Hvammstanga þar sem hann bjó síðustu æviárin. Óli gegndi formennsku í Jarðabótafélagi Staðarhrepps á árunum 1934­ 1949 og vann við jarðabótamælingar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann var formaður Búnaðarfélags Staðarhrepps frá 1950­ 1952. Hann vann einnig lengi sem gjaldkeri fyrir Sjúkrasamlag Staðarhrepps. Útför Óla fer fram frá Staðarkirkju miðvikudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 14.