LOKAHÓF vegna námskeiða sem haldin hafa verið í Breiðholtsskóla fyrir foreldra sex ára barna undir yfirskriftinni Skólafærni var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld. "Þetta hafa verið aðkeyptir fyrirlestrar og kynning á starfsemi skólans," segir Hildur Jóhannesdóttir, sem situr í foreldraráði.

Foreldrar

í sex ára bekk

LOKAHÓF vegna námskeiða sem haldin hafa verið í Breiðholtsskóla fyrir foreldra sex ára barna undir yfirskriftinni Skólafærni var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld. "Þetta hafa verið aðkeyptir fyrirlestrar og kynning á starfsemi skólans," segir Hildur Jóhannesdóttir, sem situr í foreldraráði.

"Til dæmis hélt Þórkatla Aðalsteinsdóttir erindi um þroska barna við upphaf skólagöngu og Sólveig Ásgrímsdóttir fræddi foreldra um þroskafrávik. Á miðvikudagskvöldið var svo farið með foreldrum í gegnum sumt af því sem börnin eiga að læra í vetur, þ.á m. barnadansa og söngva.

Morgunblaðið/Þorkell NÁMSEFNIÐ í sex ára bekk er nú svolítið skemmtilegt!