LEIKFÉLAGIÐ 10 fingur hefur lagt upp í leikför um landið með sýninguna Sólarsöguna. Sólarsaga, sem er skuggaleiksýning og ætluð fyrir börn, er fléttuð úr þjóðsögum úr mörgum löndum. Hún gerist fyrir löngu er sólin var fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hláturmild. Á annarri plánetu býr Hnetukonungurinn ásamt spilltri dóttur sinni Plágu litlu.
Sólarsaga
á landsbyggðinniSkógum. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAGIÐ 10 fingur hefur lagt upp í leikför um landið með sýninguna Sólarsöguna. Sólarsaga, sem er skuggaleiksýning og ætluð fyrir börn, er fléttuð úr þjóðsögum úr mörgum löndum. Hún gerist fyrir löngu er sólin var fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hláturmild. Á annarri plánetu býr Hnetukonungurinn ásamt spilltri dóttur sinni Plágu litlu. Á afmæli hennar gefur Hnetukonungurinn henni sólina og er þá illa komið fyrir mönnum og dýrum jarðarinnar, sem fara að krókna úr kulda. Hefst nú spennandi leiðangur með hjálp áhorfenda til að ná sólinni og koma henni aftur á sinn stað.
Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir og verður Sólarsaga sýnd í Grunnskólanum á Eiðum í dag, miðvikudag, kl. 16, Brúarárskóla á morgun kl. 10.30, Fellaskóla 18. september kl. 14.10, Grunnskólanum í Þorlákshöfn 19. september kl. 11, Hafralækjarskóla 22. september kl. 15 og Félagsheimilinu Breiðumýri 22. september kl. 18. Í vikunni 23.26. september verða 10 fingur svo á NorðVesturlandi.