KVIKMYNDAJÖFRARNIR í Hollywood geta verið nokkuð ánægðir með afrakstur sumarsins þrátt fyrir vonbrigði með vinsældir mynda eins og "Speed 2: Cruise Control". Þegar upp er staðið er heildarhagnaðurinn eftir sumarið í Bandaríkjunum ívið meiri en í fyrra.
Vinsælustu myndir sumarsins

Menn í svörtu í efsta sæti

KVIKMYNDAJÖFRARNIR í Hollywood geta verið nokkuð ánægðir með afrakstur sumarsins þrátt fyrir vonbrigði með vinsældir mynda eins og "Speed 2: Cruise Control".

Þegar upp er staðið er heildarhagnaðurinn eftir sumarið í Bandaríkjunum ívið meiri en í fyrra. Miðasala er svipuð og síðasta sumar, hefur samt minnkað töluvert síðan metsumarið 1994, en hækkandi miðaverð tryggir að gróði kvikmyndaveranna minnkar ekki á milli ára.

Það kemur líklega engum kvikmyndaáhugamönnum á óvart að það er "Men in Black" sem stendur með pálmann í höndunum, og framlag Stevens Spielberg, "The Lost World" er í öðru sæti. Annars lítur listinn yfir topp tíu myndir sumarsins í Bandaríkjunum svona út:

1. Men in Black

2. The Lost World: Jurassic Park

3. Air Force One

4. My Best Friend's Wedding

5. Face/Off

6. Batman & Robin

7. Con Air

8. Contact

9. George of the Jungle

10. Hercules

Íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa þegar fengið tækifæri til þess að berja fimm af þessum myndum augum og eru hinar allar væntanlegar í bíó í Reykjavík. "My Best Friend's Wedding" verður frumsýnd um helgina.

"MEN in Black" er söluhæsta sumarmyndin í Bandaríkjunum í ár.