MIÐLUN hf. og Útflutningsráð Íslands hafa gengið frá samningu um fjórðu útgáfu Íslensku útflutningshandbókarinnar (Iceland Export Directory). Felur samningurinn í sér enn viðameiri dreifingu á bókinni erlendis í tengslum við Útrás, kynningarátak utanríkisráðuneytisins. Að þessu sinni verður bókin gefin út í 10 þúsund eintökum og verður hún öll í lit.
ÐSöfnun hafin í
Iceland Export Directory '98MIÐLUN hf. og Útflutningsráð Íslands hafa gengið frá samningu um fjórðu útgáfu Íslensku útflutningshandbókarinnar (Iceland Export Directory). Felur samningurinn í sér enn viðameiri dreifingu á bókinni erlendis í tengslum við Útrás, kynningarátak utanríkisráðuneytisins.
Að þessu sinni verður bókin gefin út í 10 þúsund eintökum og verður hún öll í lit. Útflutningsráð mun sem fyrr dreifa bókinni erlendis, á sýningum, í opinberum heimsóknum og í gegnum viðskiptaskrifstofur sínar. Þá mun utanríkisráðuneytið dreifa bókinni í gegnum sendiráð sín og ræðismenn.
Söfnun efnis er nú hafin og sér Miðlun sem fyrr um skráningu.