SÖLUSKRIFSTOFA Flugleiða í Amsterdam var á liðnu sumri útnefnd söluskrifstofa ársins 1996 innan félagsins ásamt söluskrifstofu Flugleiða í Maryland í Bandaríkjunum. Söluskrifstofa ársins er valin þannig að hver söluskrifstofa fær stig eftir frammistöðu í aukningu tekna, aukningu farþega, hlutfalli kostnaðar á móti tekjum, kostnaði pr. starfsmann og auglýsingakostnaði pr.
ÐSöluskrifstofa ársinsí Amsterdam
SÖLUSKRIFSTOFA Flugleiða í Amsterdam var á liðnu sumri útnefnd söluskrifstofa ársins 1996 innan félagsins ásamt söluskrifstofu Flugleiða í Maryland í Bandaríkjunum.
Söluskrifstofa ársins er valin þannig að hver söluskrifstofa fær stig eftir frammistöðu í aukningu tekna, aukningu farþega, hlutfalli kostnaðar á móti tekjum, kostnaði pr. starfsmann og auglýsingakostnaði pr. farþega. Sú söluskrifstofa félagsins sem kemur best út þegar búið er að vega og meta alla þessa þætti fær viðurkenninguna "Besta söluskrifstofa ársins". Amsterdam-skrifstofan stóð sig einnig best allra söluskrifstofa Flugleiða fyrir tveimur árum.
FRÁ AFHENDINGU viðurkenningar fyrir söluskrifstofu ársins hjá Flugleiðum f.v. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða, Jón Karl Ólafsson, svæðisstjóri Flugleiða í Evrópu, Marissa Kersch-Castro, Alesandra Lommerse, Þorvarður Guðlaugsson, Peter van der Vlist og Joeri Driehuis sem öll starfa á söluskrifstofu Flugleiða í Amsterdam.