BFB og Bf. Breiðholts hafa ákveðið að standa sameiginlega að bridskvöldum veturinn 1997­98. Spilað verður á fimmtudögum í húsnæði Bridssambandsins, 3. hæð, Þönglabakka 1. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Ísak Örn Sigurðsson. Dagskrá vetrarins er ekki tilbúin en næstu tvo fimmtudaga, 18. og 25.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sameiginleg bridskvöld hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga og Bridsfélagi Breiðholts

BFB og Bf. Breiðholts hafa ákveðið að standa sameiginlega að bridskvöldum veturinn 1997­98. Spilað verður á fimmtudögum í húsnæði Bridssambandsins, 3. hæð, Þönglabakka 1. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Ísak Örn Sigurðsson.

Dagskrá vetrarins er ekki tilbúin en næstu tvo fimmtudaga, 18. og 25. september, verða spilaðir einskvölds tölvureiknaðir tvímenningar með forgefnum spilum. Efstu pör á hverju kvöldi verða verðlaunuð með rauðvíni.

Hausttvímenningur Hreyfils

Staðan eftir 13 umferðir:

Flosi Ólafsson ­ Sigurður Ólafsson 415 Guðmundur Magnússon ­ Kári Sigurjónsson 401 Birgir Kjartansson ­ Árni Kristjánsson 396 Örn Friðfinnsson ­ Jóhannes Eiríksson 372 Óli B. Gunnarsson ­ Valdimar Elíasson 368 Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen 348 Óskar Sigurðsson ­ Þorsteinn Berg 348 Ásgrímur Aðalsteinss. ­ Sveinn Aðalsteinss. 340 Skafti Björnsson ­ Jón Sigtryggsson 338 Sveinn Kristinsson ­ Magni Ólafsson 336