MIKIL stuðningur gagnvart þeirri kjarabaráttu sem samtök íslenskra sjómanna standa í varðandi ólögleg viðskipti með aflaheimildir og fiskverð um þessar mundir á fiskimannadeildar Alþjóða flutningaverkamannasambandsins ­ ITF ­ sem var haldin í London nú í september.
Ráðstefna fiskimannadeildar ITF í London Íslenskum sjómönnum

lofað stuðningi í verkfalli

Aflamarkskerfi með framseljanlegum kvótum

var gagnrýnt

MIKIL stuðningur gagnvart þeirri kjarabaráttu sem samtök íslenskra sjómanna standa í varðandi ólögleg viðskipti með aflaheimildir og fiskverð um þessar mundir á fiskimannadeildar Alþjóða flutningaverkamannasambandsins ­ ITF ­ sem var haldin í London nú í september. Lýst var yfir af fulltrúum ITF á ráðstefnunni að alþjóðasamtökin myndu veita þann stuðning sem í þeirra valdi stæði, kæmi til allsherjarverkfalls sjómanna á Íslandi.

Að áliti fulltrúa samtaka sjómanna á Íslandi var ráðstefnan afar gagnleg enda tekið á mörgum málefnum sem snerta hagsmuni íslenskra sjómanna.

Tekið verði mið af hagsmuni fiskimanna

Staðfest var á ráðstefnunni fyrri afstaða og gagnrýni ITF á aflamarkskerfi með framseljanlegum kvótum (ITQ). Jafnframt var samþykkt að hefja undirbúning að stefnumörkun samtakanna um stjórn fiskveiða þar sem fyrst og fremst væri tekið mið af hagsmunum fiskimanna.

Fram kom að barátta fyrir kjörum fiskimanna væri að taka á sig meiri alþjóðablæ en áður vegna þess að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi væru orðin fjölþjóðleg. Með hliðsjón af þessari staðreynd var samþykkt á ráðstefnunni að ITF hæfi baráttu gegn fiskiskipum undir hentifánum. Í þessu sambandi var samþykktur kauptaxti ITF á slíkum skipum, en samtökin taka skýrt fram, að ekki beri að líta á taxtann sem fyrrimynd kjarasamninga stéttarfélaga sjómanna víðsvegar um heiminn. Áætlað er að um 500 til 600 fiskiskip sigli undir hentifánum í dag. Á undanförnum áratugum hefur ITF barist gegn félagslegum undirboðum (social dumping) á kjörum sjómanna um borð í kaupskipum undir hentifánum víðs vegar um heiminn.

Rétt að hefja hvalveiðar

Ráðstefnan samþykkti ályktun að hefja bæri hvalveiðar þeirra tegunda sem vísindamenn mæla með. Í þessu samhengi er ekki aðeins átt við hrefnuveiðar.

ITF leggur ríka áherslu á að hafa góða samvinnu við ýmsar alþjóðastofnanir eins og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, varðandi skynsamlega nýtingu á fiskistofnum, bæði innan og utan fiskveiðilögsögu landa um allan heim.

Efasemdir um Marine Stewardship Counsil

Lýst var yfir á ráðstefnunni miklum efasemdum um ágæti nýstofnaðs ráðs undir heitinu "Marine Stewardship Council", sem fjölþjóðarisinn Unilever og umhverfissamtökin WWF standa að. Tilgangur þessa ráðs er meðal annars að gefa út sérstakar vörumerkingar fyrir þær þjóðir sem standa skynsamlega að nýtingu náttúruauðlinda að mati ráðsins.

Alþjóða flutningaverkamannasambandið, ITF, eru fjölmennustu alþjóðasamtök launþega í dag með um 4,5 milljónir félagsmanna í um 400 stéttarfélögum í um 110 löndum í öllum heimsálfum.

Eftirtaldir fulltrúar íslensku sjómannasamtakanna tóku þátt í ráðstefnunni, þeir Sævar Gunnarsson, Guðjón A. Kristjánsson, Friðrik Hermannsson, Hólmgeir Jónsson og Benedikt Valsson.