FUNDUR Eldingar, félags smábátaeigenda í Norður-Ísafjarðarsýslu, krefst þess að Alþingi taki strax á vanda eigenda smábáta og afgreiði hann fyrir jól. Eftirfarandi ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum, sem haldinn var á Flateyri, en hann sóttu um 50 manns:
Alþingi taki á vandaeigenda smábátanna
FUNDUR Eldingar, félags smábátaeigenda í Norður-Ísafjarðarsýslu, krefst þess að Alþingi taki strax á vanda eigenda smábáta og afgreiði hann fyrir jól. Eftirfarandi ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum, sem haldinn var á Flateyri, en hann sóttu um 50 manns:
"Á fundi í Eldingu, félagi smábátaeigenda í N-Ísafjarðarsýslu, haldinn á Flateyri, 11. september 1997, var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka nú þegar á þeim vanda sem steðjar að sóknardagabátum, þar sem þeim hafa verið skammtaðir 20 dagar í línu og handfærum og 26 dagar í handfærum á heilu ári.
Fundurinn bendir á að slík skerðing sem er yfirvofandi hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir sjávarpláss og fiskverkunarfólk um allt land.
Það er krafa fundarins að Alþingi taki á vandanum strax í uppyhafi þings og afgreiði fyrir jól.
Krafa allra krókakarla er frjálsar krókaveiðar."