dagbok nr. 62,7-------
dagbok nr. 62,7 ------- " Í dag er fimmtudagur 18. september, 261. dagur ársins 1997. Orð dagsins: Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.

(Jóh. 2, 18)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Bakkafoss, Lone Sif og Árni Friðriksson komu í gær. Bakkafoss fór aftur í gærkvöld. Einnig komu Antaris og Freyja í gær. Japönsku skipin Hoyo Maru 8, Shoshin Maru 82 og Sumiyoshi Maru 71 komu í gær. Shotoku Maru 78 og Gestur fóru í gær. Í dag kemur Cuxhaven. Varðskipið Óðinn kom í gær.

Hafnarfjarðarhöfn: Bakkafoss fór í gær og Svalbakur fór í gærkvöld. Gjafar og Ófeigur koma í dag.

Fréttir

Ný Dögun er með skrifstofu í Sigtúni 7. Símatími er á fimmtudögum kl. 18­20 og er símsvörun í höndum fólks sem reynslu hefur af missi ástvina. Síminn er 557 4811 og má lesa skilaboð inn á símsvara utan símatíma.

FAAS, félag aðstandenda Alzheimersjúklinga heldur fund í Skógarbæ, Árskógum 2­4 kl. 20.30 í kvöld. Kynning verður á Skógarbæ og félagsráðgjafi Tryggingastofnunar mun fjalla um réttindi ellilífeyrisþega. Allir velkomnir.

Mannamót

Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 10.30 helgistund. Umsjón Guðlaug Ragnarsdóttir. Eftir hádegi er spilasalurinn opinn, vist og brids. Vinnustofur opnar, m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur. Allar upplýsingar um starfsemina eru á staðnum og í s. 557 9020.

Árskógar 4. Leikfimi kl. 10.15, handavinna kl. 13­16.30. Vesturgata 7. Á morgun er sungið við flygilinn kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Grettir Björnsson harmoníkuleikari kemur í heimsókn kl. 15 og leikur fyrir dansi.

Gjábakki. Í dag mætir Jóna Einarsdóttir með harmoníkuna kl. 14.45. Eftir kaffi verður söngvaka þar sem allir geta verið með. Dagskrá starfseminnar fram til áramóta liggur frammi í Gjábakka.

Hvassaleiti 56­58. Félagsvist í dag. Kaffiveitingar og verðlaun.

Furugerði 1. Í dag kl. 9 leirmunagerð, smíðar og útskurður, fótaaðgerðir, hárgreiðsla og böðun. Verslunarferð í Austurver kl. 9.45. Hádegismatur kl. 12. Almenn handavinna kl. 13. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 15. Á morgun er messa kl. 14.

Langahlíð 3. "Opið hús". Spilað alla föstudaga á milli kl. 13 og 17. Kaffiveitingar.

Hraunbær 105. Í dag kl. 9­16.30 bútasaumur, kl. 9.30­10.30 boccia, kl. 12­13 hádegismatur, kl. 14­16 félagsvist. Verðlaun og veitingar.

Bólstaðarhlíð 43. Helgistund með sr. Guðlaugu Helgu á morgun kl. 10.

Vitatorg. Kaffi í dag kl. 9, stund með Þórdísi kl. 9.30, handmennt kl. 10, brids frjálst kl. 13, boccia kl. 13, bókband kl. 13.30, létt leikfimi kl. 14, kaffi kl. 15.

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra, Kópavogi. Leikfimi hjá Elísabetu kl. 11.20 í safnaðarsal Digraneskirkju.

Kvenfélag Kópavogs heldur fyrsta fund vetrarins í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10.

Silfurlínan. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla v.d. kl. 16­18 í s. 561 6262.

Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58­60. Biblíulestur kl. 17.

Ný Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð eru með fræðslufund í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur erindi um sorg og sorgarviðbrögð. Samtökin eru öllum opin. Símanúmer samtakanna er 577 4811.

Barðstrendingafélagið Spiluð verður félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð í kvöld kl. 20.30 og eru allir velkomnir.

Kirkjustarf

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17.

Háteigskirkja. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjartanlega velkomnir.

Langholtskirkja. Foreldra- og dagmömmumorgunn kl. 10­12.

Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.

Breiðholtskirkja. TTT starf fyrir 10­12 ára í dag kl. 15.30. Mömmumorgunn á morgun kl. 10­12. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl. 10­12.

Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni. Sími 567 0110.

Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir.

Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11­12 ára börn kl. 17­18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20­22.

Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn í dag kl. 10­12.

Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21­22. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22.

Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.

Minningarkort

Minningarkort Barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningarkort Hvítabandsins fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581 og hjá Kristínu Gísladóttur s. 551 7193 og Elínu Ósk Snorradóttur s. 561 5622. Allur ágóði rennur til líknarmála.