"VIÐ höfum haldið okkar striki með það að vilja fá gólf í sóknardagana. Ég get hinsvegar ekki nefnt hvað raunhæft er í þeim efnum fyrr en að ráðuneytið hefur spilað einhveju út," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fjórði viðræðufundur fulltrúa sjávarútvegsráðuneytis og LS verður haldinn nk.
Höldum okkar striki

með gólf í sóknardagana



"VIÐ höfum haldið okkar striki með það að vilja fá gólf í sóknardagana. Ég get hinsvegar ekki nefnt hvað raunhæft er í þeim efnum fyrr en að ráðuneytið hefur spilað einhveju út," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fjórði viðræðufundur fulltrúa sjávarútvegsráðuneytis og LS verður haldinn nk. þriðjudag um málefni trillukarla, en eins og fram hefur komið í fréttum, hefur sóknardögum verið fækkað úr 84 í 20 og 26.

"Mér finnst eins og það sé vilji til þess að grípa til einhverra aðgerða þessum hópi til bjargar þó það liggi ljóst fyrir að ekki verði hróflað við 13,9% aflahlutdeild smábáta. Ég sé í raun ekki aðra leið en þá að fjölga dögunum, en það má þá búast við því að ráðuneytið vilji fá einhverja tryggingu fyrir því að aflinn fari ekki mikið fram yfir ákveðin mörk," segir Örn.

Smábatar í sóknardagakerfi veiddu á síðasta fiskveiðiári samtals um 20 þúsund tonn, en höfðu ekki nema 4.300 tonn á bak við sig. Á næsta ári á afli sóknardagabáta að fara niður í um 5.000 tonn með því að fækka dögunum svo mikið sem raun ber vitni og segist Örn vera viss um að ráðuneytið muni ekki bjóða upp á kerfi, sem gerir það að verkum að aflinn fari margfalt fram yfir það magn, sem sóknardagabátum sé ætlað.