Ráðstefna til heiðurs Régis Boyer Trúarlíf á Sturlungaöld RÁÐSTEFNA til heiðurs Régis Boyer prófessors við Université Paris IV Sorbonne verður haldin í Háskóla Íslands næstkomandi laugardag, 20. september.
Ráðstefna til heiðurs Régis Boyer

Trúarlíf

á Sturl-

ungaöld

RÁÐSTEFNA til heiðurs Régis Boyer prófessors við Université Paris IV Sorbonne verður haldin í Háskóla Íslands næstkomandi laugardag, 20. september. Régis Boyer heldur sjálfur fyrirlestur um trúarlíf á Íslandi á Sturlungaöld en einnig flytja nokkrir íslenskir miðaldafræðingar fyrirlestra. Bjarni Guðnason, Sverrir Tómasson og Hermann Pálsson tala um trúarlíf og bókmenntir. Ásdís Egilsdóttir, Torfi Tulinius og Sverrir Jakobsson tala um trúarlíf og samfélag. Og einnig verða pallborðsumræður um trúarlíf á Sturlungaöld sem Vésteinn Ólason stýrir. Auk fyrirlesara taka Úlfar Bragason, Gunnar Karlsson, Guðrún Nordal og Hjalti Hugason þátt í þeim.

Mörgum er kunnugt um hve mikilvægu hlutverki Régis Boyer hefur gegnt við að kynna íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar, í Frakklandi og frönskumælandi löndum. Færri þekkja framlag hans til fræðilegrar umræðu um norræna menningu á miðöldum. Sem fræðimaður hefur hann einkum fengist við trúarbrögð, bæði heiðin og kristin, en doktorsritgerð hans frá 1972 fjallaði um trúarlíf á Íslandi á 12. og 13. öld. Koma hans til landsins þótti þess vegna kjörið tækifæri til að kalla saman hóp af íslenskum fræðimönnum til að ræða þennan þátt í íslenskri miðaldamenningu, sem hefur ekki fengið jafn mikla athygli og aðrir en sem nauðsynlegt er að þekkja ef skilja á líf og verk Íslendinga á Sturlungaöld.

Ráðstefnan stendur frá 9 til 17 og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.