ÞÝZKT félag gegn ávanabindingu hefur deilt á stjórn Helmuts Kohls fyrir að styðja ekki bann við auglýsingum á tóbaki í Evrópu. Ef Þjóðverjar hætta að auglýsa tóbak hverfa tóbaksauglýsingar í Evrópu," sagði formaður félagsins, Rolf Hüllinghorst. Hüllinghorst sagði að stjórnin legði meira kapp á verða ekki af tekjum af tóbaksskatti en að bæta heilsufar almennings.
Kohl tregur að banna auglýsingar á tóbaki

Frankfurt. Reuter.

ÞÝZKT félag gegn ávanabindingu hefur deilt á stjórn Helmuts Kohls fyrir að styðja ekki bann við auglýsingum á tóbaki í Evrópu.

Ef Þjóðverjar hætta að auglýsa tóbak hverfa tóbaksauglýsingar í Evrópu," sagði formaður félagsins, Rolf Hüllinghorst.

Hüllinghorst sagði að stjórnin legði meira kapp á verða ekki af tekjum af tóbaksskatti en að bæta heilsufar almennings.

Vill ekki tópbakslög

Hann sagði að félagið berðist ekki fyrir lögum gegn reykingum eins og innleidd hefðu verið í Bandaríkjunum og Frakklandi.

Ég held ekki að slík lög mundu breyta nokkru," sagði Hüllinghorst. Miklu skynsamlegra væri að hvetja til almennra forvarna, sem mundu breyta atferli einstaklinga."

Hann mælti með hærra verði á vindlingum og færri sígarettusjálfsölum auk auglýsingabannsins.