PLASTOS-umbúðir hf. hafa tekið í notkun nýja vél fyrir burðarpoka. Vélin er af fimmtu kynslóð burðarpokavéla hjá fyrirtækinu á 23 árum og er hún mun arðbærari en eldri vélar, sem hún leysir af hólmi. Sigurður Oddsson, forstjóri Plastos-umbúða, segir að við hverja nýja kynslóð pokavéla hafi afköstin aukist, sem hafi skilað sér í lægra verði á plastpokum.
Ný plastpokavél hjá
PlastosPLASTOS-umbúðir hf. hafa tekið í notkun nýja vél fyrir burðarpoka. Vélin er af fimmtu kynslóð burðarpokavéla hjá fyrirtækinu á 23 árum og er hún mun arðbærari en eldri vélar, sem hún leysir af hólmi.
Sigurður Oddsson, forstjóri Plastos-umbúða, segir að við hverja nýja kynslóð pokavéla hafi afköstin aukist, sem hafi skilað sér í lægra verði á plastpokum.
Vélin kostaði 16 milljónir króna, "eftir þriggja ára prútt", að sögn Sigurðar. Hann segir að fjárfestingin verði fljót að borga sig, jafnvel þótt engin ný verkefni bætist við hjá fyrirtækinu, enda taki hún við verkefnum tveggja eldri véla.
Sigurður segir að nýja vélin auki hagkvæmni svo mikið að fyrirtækið verði nú samkeppnisfært við innflutta "skrjáfpoka" sem séu fluttir inn í gámavís, t.d. frá Malasíu og Kína. Þá verði kannað hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að hefja útflutning á áprentuðum kjörbúðarpokum í stórum stíl.
Morgunblaðið/Kristinn.
AÐALSTEINN Sigurhansson, verkstjóri hjá Plastos, (t.v.) ásamt Joan Torrent, fulltrúa framleiðanda, við nýju pokavélina sem keypt var á 16 milljónir króna eftir þriggja ára prútt.