Minnisvarði Matthíasar Jochumssonar
Í SUMAR var gengið frá umhverfi minnisvarða sem ættingjar, aðdáendur og sveitungar
Matthíasar Jochumssonar reistu á Stekkjarholtinu við þjóðveginn neðan við Skóga í Þorskafirði árið 1985. Í skógum fæddist Matthías 11. nóvember 1835.
Gengið var frá bílastæði, hringakstri og samstæðu borði og bekkjum fyrir gesti er þar koma og taka sér ferðahvíld. Vegagerð ríkisins og verktakar í Reykhólasveit unnu verkið en verkstjórn við framkvæmdina hafði Eiður B. Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði.
UMHVERFI minnisvarðans um Matthías Jochumsson.