ÞRIGGJA punda regnbogasilungur sem Gísli Jón Bjarnason frá Akranesi veiddi í Reynisvatni síðastliðinn laugardag reyndist vera fimmtíuþúsundasti fiskurinn sem veiðst hefur í vatninu frá upphafi rekstrar 1993. Í viðurkenningarskyni hlaut Gísli Jón verðlaun að verðmæti um 200 þúsund krónur.
Verðlaun fyrir
þriggja punda silung úr ReynisvatniÞRIGGJA punda regnbogasilungur sem Gísli Jón Bjarnason frá Akranesi veiddi í Reynisvatni síðastliðinn laugardag reyndist vera fimmtíuþúsundasti fiskurinn sem veiðst hefur í vatninu frá upphafi rekstrar 1993.
Í viðurkenningarskyni hlaut Gísli Jón verðlaun að verðmæti um 200 þúsund krónur. Þau voru tveir laxveiðidagar í Laxá í kjós sumarið 1998 undir leiðsögn Ásgeirs Heiðars, fluguhnýtinganámskeið að Reynisvatni í vetur, flugukastnámskeið hjá Vilbergi Haukssyni næsta vor, fluguveiðistöng og hjól að verðmæti 50.000 krónur, veiðijakki, hattur og háfur að verðmæti 25 þúsund krónur, sérsaumaðar vöðlur frá Skóvinnustofunni Dunhaga í Reykjavík og loks kvóti í Reynisvatni upp á 50 fiska á fiskveiðiárinu sem hefst næsta sumar.
Hildur Haraldsdóttur framkvæmdastjóri Laxins hf., rekstraraðila Reynisvatns, veitti Gísla Jóni verðlaunin en hann veiddi fiskinn á "svartan nobler #6."
GÍSLI Jón með regnbogasilunginn sem var sá fimmtíuþúsundasti sem veiddist í Reynisvatni og hluta verðlaunanna sem hann fékk frá rekstraraðilum Reynisvatns.