SVÍAR eru ekki líklegir til að tengja sænsku krónuna gengissamstarfi Evrópu (ERM) á næstunni að sögn Urbans Backströms seðlabankastjóra. Backström gaf í skyn í fyrra að sjálfur yrði hann hlynntur slíkri tengingu, en um helgina tjáði hann Reuter að slíkt skref nyti lítils stuðnings í Svíþjóð.
Svíar draga tengingu við ERM
Lúxemborg. Reuter.
SVÍAR eru ekki líklegir til að tengja sænsku krónuna gengissamstarfi Evrópu (ERM) á næstunni að sögn Urbans Backströms seðlabankastjóra.
Backström gaf í skyn í fyrra að sjálfur yrði hann hlynntur slíkri tengingu, en um helgina tjáði hann Reuter að slíkt skref nyti lítils stuðnings í Svíþjóð.
Gengi gjaldmiðla aðila ERM má hækka eða lækka um 15% gegn gengi annarra aðila samstarfsins. Tólf að 15 aðildarlöndum ESB taka þátt í því.
Auk Svía taka Bretar og Grikkir ekki þátt í ERM, en Frakkar og Ítalir gerðust aðilar að samstarfinu í fyrra.
Backström kvaðst ánægður með þá stefnu Svía að láta gengi krónunnar fljóta. Reynt er halda verðbólgu í innan við 2%.