LEIKKONAN Shannen Doherty sem lék Brendu í Beverly Hills-þáttunum var sett á skilorð eftir að hafa brotið flösku á bíl óþekkts manns í Los Angeles. Lögfræðingur leikkonunnar vefengdi ekki ákæruna og játaði Doherty á sig skemmdarverk.
Skapbráð Shannen

LEIKKONAN Shannen Doherty sem lék Brendu í Beverly Hills-þáttunum var sett á skilorð eftir að hafa brotið flösku á bíl óþekkts manns í Los Angeles. Lögfræðingur leikkonunnar vefengdi ekki ákæruna og játaði Doherty á sig skemmdarverk. Auk skilorðsins var hún dæmd til að leita sér ráðgjafar vegna reiði sinnar og að borga annað hvort 140 þúsund krónur í sekt eða vinna 80 klukkustundir í þegnskylduvinnu.

Atvikið átti sér stað á síðasta ári þegar leikkonan, sem þykir afar skapbráð, elti ókunnugan mann út af veitingastað af einhverri ástæðu og braut flöskuna á bíl hans.

SHANNEN Doherty með leikstjóranum Rob Weiss sem samkvæmt nýjustu fregnum er orðinn þreyttur á hömluleysi kærustunnar.