Nýtt skipu-
rit samþykkt
Ísafirði. Morgunblaðið.
NÝTT skipurit fyrir Hraðfrystihúsið
hf. í Hnífsdal var samþykkt á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir stuttu. Samkvæmt skipuritinu er Konráð Jakobsson framkvæmdastjóri en aðrir yfirmenn eru Helga Jóakimsdóttir, skrifstofustjóri, Jón Grétar Kristjánsson, fjármálastjóri, Kristján G. Jóakimsson sem sér um fiskvinnsluna og gæðamál, Guðmundur Kr. Högnason sem sér um rækjuvinnsluna og tæknimál og Ingimar Halldórsson sem gegnir stöðu útgerðarstjóra.
Eins og greint hefur verið frá sameinuðust Frosti hf. í Súðavík og Miðfell hf. í Hnífsdal Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal í byrjun ágúst og var eignaskiptingin í hinu sameinaða fyrirtæki 41,6% til eigenda Frosta hf. og 58,4 til eigenda Miðfells hf. og Hraðfrystihússins hf. Kvóti fyrirtækisins er um sjö þúsund þíg.tonn og veltan áætluð um tveir milljarðar á ári. Ráðgert er skrá fyrirtækið bráðlega á Opna tilboðsmarkaðinn.