Microsoft- þing hjá EJS
MICROSOFT þing Námstefna um lausnir og tækni, verður haldið þann 10. október 1997 kl. 8:30 á Hótel Loftleiðum á vegum EJS. Fyrirlestrar skiptast í þrjú megin efni, forritun, nettækni og stjórnun.
Á fyrirlestrum um forritun verður m.a. fjallað um vef- og hlutaforritun. Fyrirlestrar um nettækni snúast m.a. um næstu útgáfur af stýrikerfum frá Microsoft, þ.e. Windows 98 og Windows NT 5.0. Þá mun Jens Moberg, forstjóri markaðsmála hjá Microsoft á Norðurlöndum flytja fyrirlestur um framtíðarsýn Microsoft.
Aðgangseyrir að námstefnunni er kr. 15.000, en nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Microsoft þings á www.ejs.is/namstefna. Þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.
Haustráðstefna Teymis
UPPLÝSINGAFYRIRTÆKIÐ Teymi heldur sína árlegu haustráðstefnu dagana 7.8. október nk. á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni munu 22 fyrirlesarar frá 5 þjóðlöndum vera með 36 fyrirlestra. Fyrirlestrum verður skipt í þrjár brautir: Rekstrarbraut, stjórnunarbraut og þróunarbraut.
Fyrri daginn mun Teymi hf. kynna Oracle8 og nettölvun. Ráðgjafi frá Gartner Group mun ræða um það hvaða áhrif nettölvun muni hafa á upplýsingatæknimarkaðinn.
Seinni daginn mun forstjóri Oracle í Danmörku segja frá framtíðarsýn Oracle og sölustjóri Damgaard International kynnir Concorde/XAL 3.0.
Þátttökugjald fyrir ráðstefnuna er 17.500 krónur og er innifalinn hádegisverður og léttar veitingar. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um og skrá sig á ráðstefnuna í síma 561 8131 eða skoða www.teymi.is/radstefna. Skráningu lýkur 30. sept.
Kynning á steypustyrktarefni
ÍSLENSKUR aðall, umboðsaðili ASHFORD-steypustyrktarefnisins (ASHFORD FORMULA) á Íslandi, býður til kynningarfundar í sal Múrarameistarafélagsins, Skipholti 70, föstudaginn 19. september kl. 1517. Í fréttatilkynningu kemur fram að ASHFORD- steypustyrktarefnið er umhverfisvænt og nýtt á íslenskum markaði. Það hefur verið notað í Bandaríkjunum í um 50 ár en er talið geta valdið þáttaskilum í viðhaldi og endingu steinsteyptra bygginga á Íslandi.