KVIKMYNDASTJARNAN Salma Hayek hefur gert samning við Revlon snyrtivörufyrirtækið sem nýjasti talsmaður þess. Þar fylgir hún í fótspor Cindy Crawford, Halle Berry og Melanie Griffith, sem allar hafa auglýst Revlon snyrtivörur. Hin mexíkóska Salma Hayek mun birtast í auglýsingum fyrirtækisins og taka þátt í kynningarstarfi af ýmsum toga.
Nýtt andlit Revlon

KVIKMYNDASTJARNAN Salma Hayek hefur gert samning við Revlon snyrtivörufyrirtækið sem nýjasti talsmaður þess. Þar fylgir hún í fótspor Cindy Crawford, Halle Berry og Melanie Griffith, sem allar hafa auglýst Revlon snyrtivörur. Hin mexíkóska Salma Hayek mun birtast í auglýsingum fyrirtækisins og taka þátt í kynningarstarfi af ýmsum toga. Aðeins eru fimm ár síðan Salma lærði að tala ensku, en hún sást síðast á hvíta tjaldinu í rómantísku gamanmyndinni "Folls Rush In" með leikaranum Matthew Perry. Um þessar mundir býr hún sig undir að leika mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo í myndinni "Frida" sem fjallar um líf listakonunnar. Salma mun einnig koma fram í myndinni "54", sem fjallar um hið fræga diskótek sem var það vinsælasta í New York á áttunda áratugnum. Í október verður svo frumsýnd í Bandaríkjunum myndin "Breaking Up" þar sem Salma leikur á móti Russel Crowe.