TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson hefur verið tilnefnd til Dublin-verðlaunanna í Finnlandi. Tvær aðrar bækur hafa verið tilnefndar til verðlaunanna af borgarbókasafninu í Helsinki; skáldsögurnar Urwind eftir sænska rithöfundinn Bo Carpelan og Gizona bere bakardadean eftir baskneska rithöfundinn Bernardo Atxaga.

Tröllakirkja tilnefnd til

verðlauna í Finnlandi

TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson hefur verið tilnefnd til Dublin-verðlaunanna í Finnlandi. Tvær aðrar bækur hafa verið tilnefndar til verðlaunanna af borgarbókasafninu í Helsinki; skáldsögurnar Urwind eftir sænska rithöfundinn Bo Carpelan og Gizona bere bakardadean eftir baskneska rithöfundinn Bernardo Atxaga.

Verðlaunin sem formlega nefnast International IMPAC Dublin Literary Award verða nú veitt í þriðja sinn. Verðlaunaféð nemur 100.000 írskum pundum. Verðlaunin eru veitt fyrir skáldsögu sem annaðhvort hefur verið samin eða þýdd á ensku. Hljóti þýdd skáldsaga verðlaunin skipta höfundurinn og þýðandinn með sér verðlaunafénu. Það eru borgarbókasöfn stórborganna sem nefna bækur til verðlaunanna. Þær skáldsögur sem skrifaðar hafa verið á ensku skulu hafa komið út árið 1996 en þýðingarnar árin 1992 til 1996. Verðlaunin verða veitt í maí á næsta ári.