GALLERÍ Borg hefur safnað saman nokkrum verkum eftir Þorvald Skúlason. Myndirnar, sem eru um fimmtíu talsins, eru unnar með olíu, krít og vatnslitum um og eftir 1940. Fæstar myndanna hafa verið sýndar hér á landi áður, en margar þeirra koma úr búi Astrid Fugmann, sem var gift Þorvaldi. Þetta er fyrsta sýningin sem sett er upp í nýjum og rúmgóðum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34.
Sölusýning
á verkum Þorvalds SkúlasonarGALLERÍ Borg hefur safnað saman nokkrum verkum eftir Þorvald Skúlason. Myndirnar, sem eru um fimmtíu talsins, eru unnar með olíu, krít og vatnslitum um og eftir 1940. Fæstar myndanna hafa verið sýndar hér á landi áður, en margar þeirra koma úr búi Astrid Fugmann, sem var gift Þorvaldi.
Þetta er fyrsta sýningin sem sett er upp í nýjum og rúmgóðum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34. Sýningin hefst í dag, fimmtudag kl. 20.30. Við opnunina mun Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja nokkur lög við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
EIN mynda Þorvalds sem sýndar eru í Gallerí Borg.