Ísafirði-Á sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var á mánudag, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gerður verði samanburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskóla Ísafjarðar þar sem eftirtaldir kostir verði skoðaðir sérstaklega.
Húsnæðisvandi Grunnskóla Ísafjarðar

Sex mögulegar

lausnir bornar saman

Ísafirði - Á sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var á mánudag, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gerður verði samanburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskóla Ísafjarðar þar sem eftirtaldir kostir verði skoðaðir sérstaklega. Nýbygging á Torfnesi, nýbygging á Wardstúni, nýbygging á Skeiði, nýbygging á Hauganesi, nýbygging á núverandi skólalóð með uppkaupum nálægra húsa og með endurbyggingu eldra húsnæðis við Sundstræti þ.e. húsnæði Hraðfrystihúss Norðurtanga.

Fundurinn lagði til að skipaður verði þriggja manna starfshópur auk bæjarverkfræðings og skólafulltrúa sem skila eigi skýrslu til fræðslunefndar og bæjarráðs um framangreint efni fyrir lok október.