MÁLÞING um meltingarsjúkdóma verður haldið á vegum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði dagana 19. og 20. september 1997. Yfirskrift málþingsins er Forvörn er fyrirhyggja. Fyrri dagurinn er eingöngu ætlaður læknum og hjúkrunarfræðingum. Laugardaginn 20. september er dagskráin opin öllum áhugasömum. Þá verður fjallað um meltingarsjúkdóma, fylgikvilla þeirra og forvarnir.
Málþing um meltingarsjúkdóma

MÁLÞING um meltingarsjúkdóma verður haldið á vegum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði dagana 19. og 20. september 1997. Yfirskrift málþingsins er Forvörn er fyrirhyggja.

Fyrri dagurinn er eingöngu ætlaður læknum og hjúkrunarfræðingum. Laugardaginn 20. september er dagskráin opin öllum áhugasömum. Þá verður fjallað um meltingarsjúkdóma, fylgikvilla þeirra og forvarnir. Einnig verður fjallað um offitu, orsakir, afleiðingu og meðferð.

Dagskráin hefst kl. 13 í fundarsal St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, gengið inn frá Suðurgötu.