Á FIMMTUDAG fimmtudag í síðustu viku voru opnuð tilboð í 52 húseignir í gömlu byggðinni í Súðavík, sem Súðavíkurhreppur og Ofanflóðasjóður höfðu auglýst til sölu. Átta tilboð bárust í þrettán húseignir sem eru mun minni viðbrögð en búist hafði verið við. Tilboðin eru til skoðunar og verður væntanlega tekin afstaða til þeirra undir lok þessarar viku.
Átta tilboð
bárust í 52 eignir í SúðavíkÍsafirði. Morgunblaðið.
Á FIMMTUDAG fimmtudag í síðustu viku voru opnuð tilboð í 52 húseignir í gömlu byggðinni í Súðavík, sem Súðavíkurhreppur og Ofanflóðasjóður höfðu auglýst til sölu. Átta tilboð bárust í þrettán húseignir sem eru mun minni viðbrögð en búist hafði verið við. Tilboðin eru til skoðunar og verður væntanlega tekin afstaða til þeirra undir lok þessarar viku. Engin tilboð bárust í stærri eignir né heldur í íbúðir í eina fjölbýlishúsi staðarins.
Bjóðendur eru í flestum tilfellum brottfluttir Súðvíkingar sem og aðrir sem tengjast sveitarfélaginu og virðist sem flestir bjóðendur hugsi sér eignirnar sem sumardvalarstað í gömlu heimabyggðinni. Hæsta tilboðið sem barst hljóðaði upp á allt að eina milljón króna en það lægsta var 50 þúsund krónur.
"Tilboðin eru bæði viðunandi og ekki, það fer eftir því hvaða hús á í hlut. Tilboðin verða skoðuð nánar og ég vænti þess að afstaða verði tekin til þeirra í lok þessarar viku. Við áttum ekki von á neinum stórkostlegum viðbrögðum en því er ekki að neita að þau eru minni en við vonuðumst til. Það er sammerkt með tilboðunum að það er verið að bjóða í minni timburhúsin á staðnum það er ekki boðið í nein stærri húsin né íbúðirnar í blokkinni," sagði Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík, í samtali við blaðið.
Þær kvaðir fylgja sölu húseignanna að ekki verði búið í þeim á tímabilinu frá 1. nóvember til 30. apríl ár hvert. Að sögn Ágústar hefur sala sumarhúsanna gengið þokkalega og á mánudag var búið að ganga frá sölu á fimm húsum af þeim tólf sem auglýst voru til sölu.