BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja ríkissjóði hlut borgarinnar í húsnæði Gjaldheimtunnar á Tryggvagötu 28, fyrir rúmar 24,3 milljónir króna. Jafnframt er samþykkt að selja tollstjóranum í Reykjavík eignarhlut borgarinnar í lausafé Gjaldheimtunnar fyrir rúmar 5,3 milljónir króna.
Borgin selur hús Gjaldheimtunnar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja ríkissjóði hlut borgarinnar í húsnæði Gjaldheimtunnar á Tryggvagötu 28, fyrir rúmar 24,3 milljónir króna. Jafnframt er samþykkt að selja tollstjóranum í Reykjavík eignarhlut borgarinnar í lausafé Gjaldheimtunnar fyrir rúmar 5,3 milljónir króna.

Gjaldheimtan verður lögð niður frá og með næstu áramótum en Reykjavíkurborg og ríkissjóður eiga í sameign húsnæðið og hefur fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs óskað eftir að kaupa eignarhluta borgarinnar sem er 42,5%.