ÆR með nýfædda gimbur birtist smalamönnum á dögunum þegar svæðið á milli Reykjadals og Seljadals var gengið en það er ekki vanaleg sjón að finna lítil lömb með mæðrum sínum á þessum árstíma. Móðirin, sem er frá Lyngbrekku, er veturgömul, var sleppt lamblausri í vor og því var þetta kærkominn viðburður. Gimbrin á að lifa og hefur hlotið nafnið Gjöf.

Haustburður

í Reykjadal

Laxamýri. Morgunblaðið.

ÆR með nýfædda gimbur birtist smalamönnum á dögunum þegar svæðið á milli Reykjadals og Seljadals var gengið en það er ekki vanaleg sjón að finna lítil lömb með mæðrum sínum á þessum árstíma.

Móðirin, sem er frá Lyngbrekku, er veturgömul, var sleppt lamblausri í vor og því var þetta kærkominn viðburður. Gimbrin á að lifa og hefur hlotið nafnið Gjöf.

Morgunblaðið/Atli Vigfússon SIF Jónsdóttir ásamt gimbrinni Gjöf og dóttur sinni Sigríði.