DRÖFN Guðmundsdóttir, myndhöggvari, sýnir fimm blá fjöll á veggnum fyrir ofan stigann í Galleríi Listakoti til 5. október. Verkin eru lágmyndir úr gleri og stáli. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista­ og handíðaskóla Íslands 1993. Hún hefur unnið talsvert í gler frá því hún útskrifaðist og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum undanfarin ár.
Dröfn á veggnum

DRÖFN Guðmundsdóttir, myndhöggvari, sýnir fimm blá fjöll á veggnum fyrir ofan stigann í Galleríi Listakoti til 5. október. Verkin eru lágmyndir úr gleri og stáli.

Dröfn útskrifaðist úr Myndlista­ og handíðaskóla Íslands 1993. Hún hefur unnið talsvert í gler frá því hún útskrifaðist og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum undanfarin ár.

Gallerí Listakot er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12­18 og laugardaga kl. 10­16 og langan laugardag 10­17.