LÆRLINGAR urðu sigurvegarar í Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða í keilu, þar sem allir léku við alla og er þetta sjöunda árið í röð sem Lærlingar fagna sigri á Íslandsmótinu. Liðsmenn Lærlinga sýndu mikinn styrk í seinni umferð er þeir fengu fullt hús stiga, unnu alla níu keppinauta sína. Lærlingar fengu 28 stig, en í öðru sæti kom Stormsveitin með 24 stig.
KEILA Meistarar sjöunda árið í röð LÆRLINGAR urðu sigurvegarar í Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða í keilu, þar sem allir léku við alla og er þetta sjöunda árið í röð sem Lærlingar fagna sigri á Íslandsmótinu.

Liðsmenn Lærlinga sýndu mikinn styrk í seinni umferð er þeir fengu fullt hús stiga, unnu alla níu keppinauta sína. Lærlingar fengu 28 stig, en í öðru sæti kom Stormsveitin með 24 stig.

Um síðustu helgi bættu Lærlingar við enn einum titlinum, urðu Reykjavíkurmeistarar eftir bráðabana við Stormsveitina, en Úlfarnir urðu í þriðja sæti. Á myndinni hér að neðan eru liðsmenn Lærlinga: Árni Gíslason, Gunnar Loftsson, Freyr Bragason, Björn Birgisson og Stefán Ingi Óskarsson.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson