Björk fer í taug-
arnar á Callagher
NOEL Callagher, annar bræðranna úr bresku sveitinni Oasis,
hefur ekkert mildast við velgengnina. Engin plata hefur selst hraðar í Bretlandi en nýjasta breiðskífa Oasis "Be Here Now". Engu að síður gefur hann sér tíma til að láta aðrar rokkstjörnur fá það óþvegið.
Hann lýsti nýlega áliti sínu á rokkhátíðum: "Við viljum helst ekki spila í ferðafjölleikahúsi á borð við Lollapalooza vegna þess að hálfvitar á borð við Courtney Love fylgja alltaf með í pakkanum." Aðspurður um Alanis Morissette sagði hann: "Það þarf að flengja hana duglega. Hún fer í taugarnar á mér eins og Björk og Sinéad O'Connor."
Fyrsta smáskífan af "Be Here Now" var með laginu "D'You Know What I Mean". Hún kom út í júlí og er þegar orðin söluhæsta smáskífa Oasis frá upphafi. Næst kemur lagið "Stand By Me" út á smáskífu með þremur nýjum lögum. Útgáfudagurinn verður 22. september. "Stand By Me" er þegar komið í þriðja sæti X-listans.
BRÆÐURNIR Noel og Liam Callagher í farabroddi bresku sveitarinnar Oasis.