LEIKKONAN Elisabeth Shue á von á sínu fyrsta barni eins og gestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum gátu séð með eigin augum. Shue leikur í nýjustu mynd Woody Allens "Deconstructing Harry" ásamt valinkunnum leikurum. Hún tók þátt í að kynna myndina í fjarveru Allens og naut þar aðstoðar leikkonunnar Kirstie Alley sem fer einnig með hlutverk í myndinni.
Stutt

Fyrsta barn Elisabet Shue

LEIKKONAN Elisabeth Shue á von á sínu fyrsta barni eins og gestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum gátu séð með eigin augum. Shue leikur í nýjustu mynd Woody Allens "Deconstructing Harry" ásamt valinkunnum leikurum. Hún tók þátt í að kynna myndina í fjarveru Allens og naut þar aðstoðar leikkonunnar Kirstie Alley sem fer einnig með hlutverk í myndinni. Íslenskir kvikmyndhúsagestir sáu Elisabeth Shue síðast í myndinni um Dýrlinginn þar sem hún lék á móti Val Kilmer.

ELISABETH Shue og Kirstie Alley á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.