TVEGGJA millljarða dollara fjárfesting bandaríska auðkýfingsins Warrens Buffetts í skuldabréfum er síðasta merki þess að óttazt er að hinar miklu hækkanir á verði hlutabréfa kunni að vera á enda að sögn sérfræðinga í London.


Buffett kemur mörkuðum í uppnám

London. Reuter.

TVEGGJA millljarða dollara fjárfesting bandaríska auðkýfingsins Warrens Buffetts í skuldabréfum er síðasta merki þess að óttazt er að hinar miklu hækkanir á verði hlutabréfa kunni að vera á enda að sögn sérfræðinga í London.

Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag þar sem Buffett er stjórnarformaður, hefur keypt bandarísk skuldabréf fyrir rúmlega tvo milljarða dollara á síðustu fjórum vikum samkvæmt blaðafréttum.

Ráðstafanir Buffetts bera vott um ugg um að hlutabréf muni lækka í verði að því er fjármálasérfræðingar segja. Talið er hann hafi selt hluta hlutabréfa að andvirði um 34 milljarðar dollara, sem hann á í fyrirtækinu, til að kaupa skuldabréf.

Síðan Bill Clinton varð forseti 1992, hefur verð hlutabréfa í Wall Street hækkað um tæplega 300%.