FYRIRSÆTAN Christy Turlington hefur sagt skilið við veitingahúsakeðjuna Fashion Café vegna "deilu um bókanir". Fyrsti veitingastaðurinn var opnaður í apríl árið 1995 með fyrirsæturnar Naomi Campbell, Elle MacPherson og Claudiu Schiffer sem talsmenn. Þær eiga engan hlut í veitingastöðunum heldur fá þóknun fyrir kynningarstarf.
Tískukaffi án Christy Turlington

FYRIRSÆTAN Christy Turlington hefur sagt skilið við veitingahúsakeðjuna Fashion Café vegna "deilu um bókanir". Fyrsti veitingastaðurinn var opnaður í apríl árið 1995 með fyrirsæturnar Naomi Campbell, Elle MacPherson og Claudiu Schiffer sem talsmenn. Þær eiga engan hlut í veitingastöðunum heldur fá þóknun fyrir kynningarstarf. Turlington slóst í hópinn í júlí sama ár en hefur verið fjarverandi frá öllum uppákomum tengdum staðnum á þessu ári. Talsmaður keðjunnar neitaði að tjá sig um málið.



FYRIRSÆTAN

Christy

Turlington