GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, segir að staðfest hafi verið á fundi fulltrúa kennara með fulltrúum menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga í vikunni, að dæmi væru um að sveitarfélög hefðu ráðið leiðbeinendur, sem undanþágunefnd ráðuneytisins hefði hafnað, til starfa í skólum.
Undanþágunefnd vegna leiðbeinenda

Fleiri um-

sóknum

hafnað

en áður

GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, segir að staðfest hafi verið á fundi fulltrúa kennara með fulltrúum menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga í vikunni, að dæmi væru um að sveitarfélög hefðu ráðið leiðbeinendur, sem undanþágunefnd ráðuneytisins hefði hafnað, til starfa í skólum.

"Við vitum líka að í einhverjum tilvikum hafa skólastjóri eða bæjarstjóri sent menntamálaráðherra bréf þar sem beðið er um að niðurstaða undanþágunefndar verði endurskoðuð," segir hún.

Guðrún segir að þótt umsóknum um undanþágur hafi ekki fjölgað í ár miðað við síðasta ár, hafi allir verið sammála um að ástandið væri mjög slæmt. Hins vegar hafi komið fram að undanþágunefnd ráðuneytisins hafi þurft að hafna fleiri undanþágubeiðnum en áður hefur verið.