VERULEGA dró úr atvinnuleysi í ágústmánuði frá því í júlí. Atvinnuleysi á landinu í heild mældist 3,2% og er það 0,4 prósentustigum minna en í síðasta mánuði. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í ágústmánuði í 5 ár. Þetta jafngildir því að tæplega 4.
ÐAtvinnuleysi í ágúst hið minnsta í 5 ár

VERULEGA dró úr atvinnuleysi í ágústmánuði frá því í júlí. Atvinnuleysi á landinu í heild mældist 3,2% og er það 0,4 prósentustigum minna en í síðasta mánuði. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í ágústmánuði í 5 ár.

Þetta jafngildir því að tæplega 4.500 manns hafi verið án atvinnu í ágúst og er það að meðaltali um 650 færri en í síðasta mánuði, að því er segir í frétt frá Vinnumálastofnun.

Mest mældist atvinnuleysi vera á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra, 3,8%, en minnst á Vestfjörðum, 1,5%.

Þá mældist atvinnuleysi sem fyrr umtalsvert meira meðal kvenna en karla. Um 5,1% vinnufærra kvenna reyndust án atvinnu í ágúst, samanborið við 1,8% karla.

Búist við enn minna atvinnuleysi í september

Skýringar á minnkandi atvinnuleysi eru raktar til aukinnar eftirspurnar í hagkerfinu, m.a. í störfum í fiskvinnslu, bæjarvinnu, skólastörfum, verslun og þjónustu. Á sama tíma sé skólafólk að hverfa af vinnumarkaðnum.

Búist er við því að atvinnuleysi muni minnka enn frekar í september og geti orðið á bilinu 2,6­3%.