BLÓMAVAL býður um þessar mundir magnpakkningar af haustlaukum. Ef keyptir eru 50 túlípanar og ummál laukanna er 12 sm eða meira kostar pakkningin 990 krónur. Fimmtíu stykki af krókusum þar sem ummálið er 10 sm eða meira kosta 599 krónur og 30 perluliljulaukar sem eru að ummáli 10 sm eða stærri kosta 399 krónur. Að lokum eru um 2 kíló af stórum tvínefja páskaliljulaukum á 699 krónur.

Magnpakkningar af haustlaukum í Blómavali

BLÓMAVAL býður um þessar mundir magnpakkningar af haustlaukum. Ef keyptir eru 50 túlípanar og ummál laukanna er 12 sm eða meira kostar pakkningin 990 krónur. Fimmtíu stykki af krókusum þar sem ummálið er 10 sm eða meira kosta 599 krónur og 30 perluliljulaukar sem eru að ummáli 10 sm eða stærri kosta 399 krónur. Að lokum eru um 2 kíló af stórum tvínefja páskaliljulaukum á 699 krónur.

Leiðsöagn um laukaval

Í fréttatilkynningu frá Blómavali segir að það fari eftir ummáli lauka hvernig blómgun verður. Stór og sterk túlípanablóm fást til dæmis aðeins með laukum sem náð hafa 11­12 sentimetrum að ummáli. Garðyrkjuráðunautur Blómavals, Hafsteinn Hafliðason verður til leiðsagnar um laukaval í Blómavali frá 12­19 alla næstu daga.