STJÓRNVÖLD í Ísrael lögðu í gær fram málamiðlunartillögu í framhaldi af því að fjórar ísraelskar landnemafjölskyldur settust að í tveim húsum í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem á sunnudagskvöld. Bæði palestínskir ráðamenn og landnemarnir höfnuðu tillögunni umsvifalaust.
Ísraelskir landnemar í Austur-Jerúsalem hvika hvergi
Málamiðlun
Ísraelsstjórnar hafnaðJerúsalem. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Ísrael lögðu í gær fram málamiðlunartillögu í framhaldi af því að fjórar ísraelskar landnemafjölskyldur settust að í tveim húsum í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem á sunnudagskvöld. Bæði palestínskir ráðamenn og landnemarnir höfnuðu tillögunni umsvifalaust.
Moshe Peled, aðstoðarmenntamálaráðherra Ísraels, gerði grein fyrir tillögunni, og sagði að samkvæmt henni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, sæst á lögmæti hústökunnar og rétt gyðinga til að setjast að í austurhluta Jerúsalem. Fjölskyldurnar fjórar myndu hins vegar hverfa á brott úr húsunum en 10 ungir menn yrðu þar áfram við Biblíurannsóknir og sjá um viðhald húsanna. Þegar viðgerðum á þeim yrði lokið myndu fjölskyldurnar flytja þangað inn aftur.
Ahmed Tibi, ráðgjafi Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, brást ókvæða við tillögunum og sagði að allir landnemarnir yrðu að verða á brott úr húsunum. Arafat sagði að hústakan væri brot á þeim samningum sem hann hefði gert við Ísraela, og að vonandi myndi þessi vandi leysast fljótt því ella mætti búast við "mjög neikvæðum viðbrögðum."
Ísraelar hertóku austurhluta Jerúsalem í sexdagastríðinu 1967 og segja borgina alla og óskipta vera eilífa höfuðborg ríkis síns. Palestínumenn ætla austurhlutanum að verða höfuðstaður sjálfstæðs ríkis síns. Fyrir réttu ári leyfði Netanyahu að opnun fornra ganga nærri stað, sem múslímar álíta helgan, í austurhlutanum og í kjölfarið fylgdu óeirðir sem kostuðu 61 Palestínumann og 15 Ísraela lífið.
Landnemarnir, sem settust að í húsunum tveim á sunnudag, sögðu í gær að málamiðlunartillaga stjórnvalda væri óásættanleg, og létu engan bilbug á sér finna. Bandaríski milljónamæringurinn Irving Moscowitz, sem segist hafa keypt húsin og leigt fjölskyldunum þau með löglegum hætti, ræddi við fólkið í um hálfa klukkustund í gær, en hvarf á braut án þess að ræða við fréttamenn. Hann sendi hæstarétti Ísraels beiðni um að gefin yrði út tímabundin tilskipun er meinaði Netanyahu að láta fjarlægja fjölskyldurnar með valdi. Verður beiðnin tekin fyrir í dag.
Reuter
BANDARÍSKI auðjöfurinn Irving Moscowitz, umkringdur eigin lífvarðasveit, yfirgefur umdeild hús í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem í gær.