Efniviður
framtíðar
Þorlákur Árnason, núverandi
meistaraflokks þjálfari Vals, hefur þjálfað Íslands- og bikarmeistara Vals í 2. flokki undanfarin þrjú ár og náð góðum árangri. "Við bjuggumst aldrei við þessari velgengni fyrir tímabilið. Slæmt gengi Framara kemur á óvart en þeir hafa verið bestir í þessum aldursflokki í gegnum yngri flokkana. Við æfðum meira en öll hin liðin og sú vinna er að skila árangri. Þessir strákar hafa alltaf verið tæknilega góðir en aldrei unnið neina titla þar til nú. Hópurinn er mjög jafn og breiður; ég er með 22 stráka á æfingum og það hafa allir fengið að spila. Það kæmi mér ekki á óvart ef allt kapp yrði lagt á að byggja framtíðarlið að Hlíðarenda upp á þessum grunni.