TVÖFÖLD umferð verður ekin í sandspyrnu á Akureyri á laugardaginn og sker úr um hver verður Íslandsmeistari í sandspyrnu. Er búist við að mörg Íslandsmet falli þar sem öflugur floti sérsmíðaðra spyrnutækja mætir til leiks. Eru 38 keppendur skráðir til keppni, mótorhjól, bílar, jeppar og vélsleðar.

Sprettharðir

spyrnubílar TVÖFÖLD umferð verður ekin í sandspyrnu á Akureyri á laugardaginn og sker úr um hver verður Íslandsmeistari í sandspyrnu. Er búist við að mörg Íslandsmet falli þar sem öflugur floti sérsmíðaðra spyrnutækja mætir til leiks. Eru 38 keppendur skráðir til keppni, mótorhjól, bílar, jeppar og vélsleðar.

Sigurvegari síðasta torfærumóts í flokki sérútbúinna jeppa, Einar Gunnlaugsson, færir vélina í torfærujeppanum í sérsmíðaða spyrnugrind. Hann mun mæta harðri keppni. Egilsstaðabúinn Þórir Schiöth tók vélina úr torfærujeppa sínum og setti í fyrrum fyrrum meistaragrind í kvartmílu, sem Ólafur Pétursson ók. Hafliði Guðjónsson keppir á keppnisgrind, en hann varð meistari í fyrra, og Valur Vífilsson, sem varð nýlega meistari í kvartmílu, munu elda grátt silfur saman. Allir þessir kappar aka í opnum flokki.

"Ég fagna meiri samkeppni en það var fróðlegt að sjá hvað andstæðingarnir gera með ofurvélarnar úr torfærunni. Það má ekkert út af bera í sandspyrnu. Kannski verð ég að bæta við nítróskammtinn minn, en í fyrra skilaði vélin um 650 hestöflum," sagði Hafliði í samtali við Morgunblaðið. Hann vann sprettharðasta flokkinn og setti nýtt Íslandsmet, ók á 3,82 sekúndum. Ég vonast til að slá metið á ný. Það er kúnst að keyra þessi ökutæki í sandinum. Aðalmálið er að stilla þau af í rásmarkinu og standa svo allt í botni á græna ljósinu. Framhjólin eru oftast á lofti alla brautina, þú stýrir varla neitt. Það gæti einhver prjónað yfir sig í keppninni því aflið í sumum tækjum er ótrúlega mikið. Valur Vífilsson verður erfiður viðureignar, hann er með mikla reynslu og nýkrýndur meistari í kvartmílu. En ég er hvergi banginn," sagði Hafliði.

Sex keppendur eru í flokki útbúinna jeppa, m.a. Gísli G. Jónsson, nýkrýndur meistari í torfæru, Helgi Schiöth, Steingrímur Bjarnason og Kristján Hreinsson. Í flokki vélsleða mætir m.a. Stefán Þengilsson á 1.200 cc vélsleða, einum þeim öflugasta á landinu.

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞETTA ökutæki Einars Gunnlaugssonar verður með hátt í þúsund hestafla vél sem kemur úr torfærujeppa kappans.