ARNAR Hrafn Jóhannsson hefur átt eftirminnilegt tímabil í sumar. Hann hefur leikið með meistaraflokki Vals og skorað þar nokkur mörk en er auk þess einn af lykilmönnum í þreföldu meistaraliði 2. flokks. En hver skyldi vera mesti munurinn á því að spila í meistaraflokki og 2. flokki? "Ætli það sé ekki það, að við erum á toppnum í 2.

Ljúft að sigra

gömlu félagana ARNAR Hrafn Jóhannsson hefur átt eftirminnilegt tímabil í sumar. Hann hefur leikið með meistaraflokki Vals og skorað þar nokkur mörk en er auk þess einn af lykilmönnum í þreföldu meistaraliði 2. flokks. En hver skyldi vera mesti munurinn á því að spila í meistaraflokki og 2. flokki? "Ætli það sé ekki það, að við erum á toppnum í 2. flokki en nær botninum í meistaraflokki," segir Arnar og hlær. "Mesti munurinn fyrir mig er sá, að í 2. flokki hefur maður meiri tíma og meira pláss. Svo er maður auðvitað stærri, sterkari og hraðari í 2. flokki, þannig að þetta verður allt miklu auðveldara." Liðin vika hefur verið tíðindamikil hjá Arnari; Íslandsmeistari með 2. flokki á fimmtudaginn, sigur gegn Íslandsmeisturum Skagamanna á laugardag og svo Bikarmeistari á þriðjudegi. Hvað skyldi hafa verið ljúfast af þessu? "Þetta er allt jafn gaman. Ég hef þó hvorki orðið Íslands- né bikarmeistari, þannig að það hlýtur að standa upp úr en það var þó mjög gaman að vinna Skagann." Arnar lék með Víkingi í 12 ár og sagði blendnar tilfinningar bærast með sér eftir svona stórsigur á gömlu félögunum: "Ég verð þó að játa, að það er skemmtilegra að vinna gömlu félagana í úrslitum bikarkeppninnar heldur en eitthvert annað lið," sagði Arnar og brosti.

Morgunblaðið/Borgar Þór Einarsson FÉLAGARNIR Arnar Hrafn Jóhannsson, Brynjar Sverrisson og Kristinn Svanur Jónsson voru kampakátir.