JEAN Alesi, franski ökuþórinn kunni í Formula 1 kappakstrinum, yfirgefur Benetton liðið í lok árs og ekur fyrir Sauber. Í hans stað kemur líklega Alexander Wurz og er einnig ljóst að Ítalinn Giancarlo Fisichella ekur fyrir Benetton.
FORMULA 1 ökumaðuri STOFNANDI:: GURO \: \: JEAN Alesi, franski ökuþórinn kunni í Formula 1 kappakstrinum, yfirgefur Benetton liðið í lok árs og ekur fyrir Sauber. Í hans stað kemur líklega Alexander Wurz og er einnig ljóst að Ítalinn Giancarlo Fisichella ekur fyrir Benetton . Liðið vann mál fyrir dómstólum í London gegn Jordan í vikunni varðandi samning Fisichella. Jordan vildi halda honum á næsti ári, en tapaði málinu fyrir rétti.

GERHARD Berger er án samnings fyrir næsta ár. Hann verður ekki ráðinn aftur hjá Benetton. Berger hyggst jafnvel hætta kappakstri, en honum hefur verið boðið að aka í CART kappakstri í Bandaríkjunum.

AUSTURRÍSKI kappaksturinn er um næstu helgi og segir Hill brautina ekki bjóða upp á mikinn framúrakstur. Ralf Schumacher þekkir brautina vel, keppti þar oft í Formula 3 kappakstri á árum áður. Sumir ökumenn segja að brautin minni á Mónakó án vegriða og veggja.

MICHAEL Schumacher er með 11 stiga forskot á Jacques Villenueve í slagnum um heimsmeistaratititilinn. Ferrari er með eins stigs forskot á Williams. Bæði liðin hafa gert breytingar á bílum sínum síðustu vikurnar og Jordan mætir með endurbætta yfirbyggingu.