VIÐ gatnamótin í Ártúnsbrekku og við Elliðaár er verið að ljúka við að malbika síðustu aðreinar og slaufur og er stefnt að formlegri opnun fyrir bílaumferð í næstu viku. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, verður þó væntanlega einhver smávægilegur frágangur eftir.
Opnað fyrir umferð í næstu viku

VIÐ gatnamótin í Ártúnsbrekku og við Elliðaár er verið að ljúka við að malbika síðustu aðreinar og slaufur og er stefnt að formlegri opnun fyrir bílaumferð í næstu viku. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, verður þó væntanlega einhver smávægilegur frágangur eftir. "Þetta eru ný gatnamót að hluta til, svokölluð smáragatnamót, og verður notast við gömlu slaufurnar að hluta auk þess sem nýjum er bætt við. Þegar búið verður að ganga frá svæðum utan akbrauta og merkja akstursleiðir skýrast gatnamótin og verða ekki eins flókin og þau líta út fyrir," sagði hann.



Morgunblaðið/Golli