OPRAH Winfrey hefur stofnað bókaklúbb og velur eingöngu bækur sem hún getur mælt eindregið með. Hingað til hefur hún valið sjö bækur og hefur salan á þeim allt að tífaldast fyrir vikið. En kvikmyndaframleiðendur í Hollywood virðast ekki hrifnir. Annaðhvort það eða þeir horfa ekki á spjallþáttinn.
Tíföld sala
í bókaklúbbi OprahOPRAH Winfrey hefur stofnað bókaklúbb og velur eingöngu bækur sem hún getur mælt eindregið með. Hingað til hefur hún valið sjö bækur og hefur salan á þeim allt að tífaldast fyrir vikið.
En kvikmyndaframleiðendur í Hollywood virðast ekki hrifnir. Annaðhvort það eða þeir horfa ekki á spjallþáttinn. Að minnsta kosti stendur aðeins til að gera kvikmynd við eina af þessum eftirlætisbókum hannar.
Fyrsta bókin, "The Deep End of the Ocean", varð fyrir valinu og hefjast tökur í næsta mánuði. Michelle Pfeiffer fer þar með hlutverk móður sem þarf að takast á við að barnið hennar er horfið.
Hvað hinar sex bækurnar varðar eru aðeins tvær þeirra til skoðunar hjá kvikmyndaframleiðendum. Það eru "The Rapture of Canaan" eftir Sheri Reynolds og "She's Come Undone" eftir Wally Lamb. Báðar voru reyndar teknar til athugunar áður en þær komust á náttborðið hjá Oprah.