DR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hubblessjónaukans tengdar myndun sólstjarna og sólkerfa.
Sólir og svartholDR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hubblessjónaukans tengdar myndun sólstjarna og sólkerfa. Einnig verður fjallað um endalok stórra sólstjarna og myndun svarthola.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.