DR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hubblessjónaukans tengdar myndun sólstjarna og sólkerfa.
Sólir og svarthol

DR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hubblessjónaukans tengdar myndun sólstjarna og sólkerfa. Einnig verður fjallað um endalok stórra sólstjarna og myndun svarthola.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.