HAUSTTÍMABILIÐ er hafið hjá Skóla Johns Casablancas. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og unglinga. "Byrjendanámskeið miða að því að auka hæfni í mannlegum samskiptum, bæta framsögn og líkamlega tjáningu og efla þannig sjálfstraust einstaklingsins.
Námskeiði í Skóla Johns Casablancas

HAUSTTÍMABILIÐ er hafið hjá Skóla Johns Casablancas. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og unglinga.

"Byrjendanámskeið miða að því að auka hæfni í mannlegum samskiptum, bæta framsögn og líkamlega tjáningu og efla þannig sjálfstraust einstaklingsins. Framhaldsnámskeið kemur í kjölfarið, þar er farið í framsögn, göngu, leikræna tjáningu, auglýsingar, förðun, umönnun húðar og hárs og módelstarfið. Módelnámskeið fjallar um skipulagningu, göngu við tónlist, framsögn, bókara, prufur, umboðsskrifstofur erlendis, sjónvarpsauglýsingar, feimni og sjálfstraust. Innfalin er myndataka og skráning hjá Icelandic models," segir í fréttatilkynningu.