forsetahjónanna frestað
Forsetafrúin í
alvarlegri sjúk-
dómsmeðferð
OPINBERUM heimsóknum forsetahjónanna, Ólafs Ragnars
Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til Svíþjóðar og Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er alvarleg veikindi forsetafrúarinnar að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta Íslands, sem hann sendi frá sér í gær og fer hér á eftir:
"Eiginkona mín, Guðrún Katrín, hefur að undanförnu verið í læknismeðferð og rannsóknum á Landspítalanum. Í ljósi aðstæðna og í samráði við lækna höfum við ákveðið að skýra frá því að í síðustu viku greindist hún með bráðahvítblæði.
Meðferð sjúkdómsins verður í senn erfið og langvarandi. Guðrún Katrín mun því ekki geta gegnt starfsskyldum á opinberum vettvangi næstu 812 mánuði.
Opinberum heimsóknum okkar til Svíþjóðar og Vestur-Skaftafellssýslu sem áformaðar voru í haust og vetur hefur verið frestað um óákveðinn tíma."